Saga Ábótans

Ábótinn ehf var stofnsettur árið 1992 af bræðrunum Axel og Árna Árnasonum Njarðvík. Axel var þá sóknarprestur Stóra-Núpsprestakalls og Árni var kerfisstjóri hjá Anza hf.
Ábótinn býður í dag fjóra tengimöguleika við internetið sem nýta sér búnað frá Alvarion, Ubiquti og síðan ljósleiðara í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Útbreiðslusvæði Ábótans er í austri frá Holti undir Eyjafjöllum og vestur fyrir Selfoss, milli fjalls og fjöru.

Forsaga Ábótans er gagnagrunnurinn Kapellán sem prestar nýta enn til skráningar verka sinna. Leiddi það til frekari gagnagrunna m.a. fyrir læknastofur, ökukennara, Grettir fyrir bændagistingu, verkefnið Bændur græða landið og FORD-forðagæsluskrá, og skráningarkerfi fyrir Þjónustumiðstöð rannsóknarverkefna er sinnti allri blóðsöfnun fyrir Íslenska erfðargreiningu svo eitthvað sé nefnt. Ábótinn stofnaði til www.kirkjan.is á eigin vefþjóni hýstum hjá Íslenska menntanetinu árið 1996 en árin 1995 og 1996 marka upphaf vefsins.

Búseta upp í sveit hamlaði alla tíð internetsamskipti og þrátt fyrir margrómað ISDN samband þá var það ekki nothæft til framsækna atvinnuþátta internetsins.

Haustið 2000 réðst Ábótinn í það verk að tengja saman með ljósleiðara helstu hús sem var að finna við prestsetrið Tröð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Sumarið 2001 var síðan lagt í það að leggja ljósleiðara um 2 km leið, frá Þjórsárskóla að ljósleiðara Landsvirkjunnar í mastri 67 í Búrfellslínu 3. Formlega var ljósleiðarasambandið opnað á Ljósleiðaradegi í Árnesi 6. apríl 2002 að viðstöddu nokkru fjölmenni.

Opinberir styrkir sem fengust voru tveir. Byggðarstofnun veitti 400.000 kr. og Gnúpverjahreppur 700.000 kr. til verksins. Kostnaður Ábótans við lagningu og tengingu ljósleiðarans stóð í 10.200.000 kr. án vsk. árið 2002.

Það hefur alla tíð verið markmið Ábótans að styrkja byggð í dreifbýli Suðurlands með fjarskiptum.

Comments are closed.